Annar stuðningur Hægt er að styðja Neyðarsjóð og Rekstrarsjóð mánaðarlega og Jólagjafasjóð með stakri gjöf. Smelltu á mynd sjóðs til að skrá stuðning.

...
  • Háskólasjóður
  • Lýsing: Í sumum löndum býðst nemendum ABC að stunda háskólanám. Við gleðjumst yfir tækifærinu sem nemendurnir fá í þessu námi. Háskólanámið er kostnaðarsamt og til að hjálpa til við fjármögnun þess höfum við stofnað háskólasjóð. Þau sem vilja leggja háskólasjóðnum lið geta skráð sig hér fyrir mánaðarlegu framlagi. Þau sem vilja greiða stakan styrk í háskólasjóðinn geta lagt inn á reikning 0537-26-6906, kt. 690688-1589 með skýringunni "Háskóli". Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ABC barnahjálpar á netfangið abc@abc.is eða í síma 414-0990 til að fá upplýsingar.
...
  • Neyðarsjóður
  • Lýsing: Í stað þess að styrkja ákveðið barn getur þú gerst reglulegur stuðningsaðili fyrir neyðarsjóð. Þennan sjóð notum við til að styrkja börn sem ekki hafa stuðningsaðila og fyrir brýnustu þarfir.
...
  • Rekstrarsjóður
  • Lýsing: Markmið ABC er að senda allan stuðning sem merktur er börnunum óskertan til skólans. Stuðningur við rekstrarsjóð nýtist til að greiða m.a skrifstofukostað og annan söfnunarkostnað á Íslandi.